Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 10:55
Magnús Már Einarsson
Óttar Magnús til Venezia (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur komist að samkomulagi við Venezia FC um félagaskipti Óttars Magnúsar Karlssonar.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga en Óttar var ekki í leikmannahópi Víkings gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í gær.

Hinn 23 ára gamli Óttar er annar Íslendingurinn í herbúðum Venezia en ekki er langt síðan félagið fékk Bjarka Stein Bjarkason frá ÍA.

Óttar var í yngri flokkum Víkings áður en hann fór ungur til Ajax í Hollandi.

Hann spilaði með Víkingi sumarið 2016 áður en hann fór til Molde í Noregi og síðan Trelleborgs og Mjallby í Svíþjóð. Hann gekk síðan aftur til liðs við Víking um mitt sumar í fyrra.



Óttar Magnús um Venezia: Sárt að skilja við Víking í þessari stöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner