Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   mán 25. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Persónulegur sigur fyrir Söndru Maríu sem deildi hjartnæmri færslu
watermark Með dóttur sinni eftir leikinn við Wales.
Með dóttur sinni eftir leikinn við Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu í sex ár er hún byrjaði gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld.

Sandra María hefur gengið í gegnum margt til að komast aftur á þann stað sem hún er á núna, bæði erfið meiðsli og barnsburð. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning og klárlega búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt," sagði hún fyrir leikinn gegn Wales en hún eignaðist dóttur árið 2021.

Hún byrjaði svo gegn Wales og átti mjög góðan leik í vinstri bakverði. Sandra María ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og sagði þá:

„Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún birti eftir leikinn hjartnæma færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talaði um persónulegan sigur.

„Það er engin tilfinning betri en að ná settu markmiði. Á erfitt með að lýsa hversu stolt og þakklát ég er. Að fá litlu stelpuna mína í fangið eftir sigur á Laugardalsvelli í gær var ákveðinn persónulegur sigur," skrifaði hún.

Hún má svo sannarlega vera stolt af sjálfri sér og er hún mikil fyrirmynd fyrir næstu kynslóðir. Sandra María og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu verða í eldlínunni á morgun er þær mæta Þýskalandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni.


Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner