Víkingur getur farið aftur á topp Bestu deildarinnar með því að vinna FH í leik sem nú er í gangi. Þegar þessi frétt er skrifuð er Víkingur 1-0 yfir í leiknum.
Fyrir leik sagði Arnar Gunnlaugsson frá því að Matthías Vilhjálmsson yrði líklega ekki neitt með í úrslitakeppninni. Hann hefur spilað þrettán leiki í Bestu deildinni í sumar.
Matthías kom af bekknum þegar Víkingur tapaði gegn KA í bikarúrslitunum síðasta laugardag.
Fyrir leik sagði Arnar Gunnlaugsson frá því að Matthías Vilhjálmsson yrði líklega ekki neitt með í úrslitakeppninni. Hann hefur spilað þrettán leiki í Bestu deildinni í sumar.
Matthías kom af bekknum þegar Víkingur tapaði gegn KA í bikarúrslitunum síðasta laugardag.
„Jón Guðni er því miður aðeins meiddur og við fengum slæmar fréttir af Matta í dag. Hann er líklega frá út tímabilið sem er mjög slæmt," sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í kvöld.
Böddi veikur
Það vantar líka í lið FH í kvöld en Heimir Guðjónsson þjálfari Hafnfirðinga greindi frá því á Stöð 2 Sport að Böðvar Böðvarsson væri veikur og Kjartan Kári Halldórsson byrjar á bekknum vegna smávægilegra meiðsla. Þá er Logi Hrafn Róbertsson í banni.
Sölvi Haraldsson er í Fossvoginum og textalýsir fyrir Fótbolta.net.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Athugasemdir