Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. október 2020 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Munum reiða okkur á Diogo Jota
Mynd: Getty Images
Portúgalski kantmaðurinn Diogo Jota hefur farið vel af stað hjá Liverpool eftir að Englandsmeistararnir keyptu hann frá Wolves fyrir um 45 milljónir punda.

Jürgen Klopp er ánægður með leikmanninn og segir hann eiga framtíðina fyrir sér. Diogo Jota, 23 ára, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann er ennþá að aðlagast okkar leikstíl. Margt af því sem við gerum er óeðlilegt fyrir hann því hann kemur frá Wolves sem er með öðruvísi leikstíl. Það að hann sé strax að berjast um sæti í byrjunarliðinu segir allt sem segja þarf um gæði leikmannsins. Hann er bara 23 ára og framtíð hans er ansi björt," sagði Klopp eftir að Diogo Jota gerði sigurmarkið gegn Sheffield United í gær.

„Ég er mjög ánægður með fyrstu vikurnar hans. Þetta er góður leikmaður og það er mjög auðvelt að þjálfa hann. Hann er skemmtilegur og vingjarnlegur einstaklingur og svo er hann snöggur, sterkur og góður bæði í loftinu og á jörðinni. Hann býr yfir miklum gæðum sem munu koma sér vel fyrir okkur, við munum reiða okkur á hann."
Athugasemdir
banner
banner