Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 25. október 2024 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdimar mjög ólíklegur - „Ekki í einhverjum hugarleikjum hérna"
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir það mjög ólíklegt að Valdimar Þór Ingimundarson verði með í úrslitaleiknum í Bestu deildinni gegn Breiðabliki á sunnudag.

Valdimar hefur verið að glíma við meiðsli og missti af leiknum gegn Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær.

„Það er mjög ólíklegt að Valdimar verði með. Ég er ekki í einhverjum hugarleikjum (e. mind games) hérna," sagði Arnar á blaðamannafundi í Víkinni.

Varnarmaðurinn Oliver Ekroth hefur verið að glíma við meiðsli frá því upphafi mánaðar. „Hann fer í próf í dag og þá kemur í ljós hvort að hann nái stórleiknum eða ekki."

Halldór Smári Sigurðsson verður ekki með Víkingum þar sem hann meiddist á öxl í gær. Þá eru Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson fjarri góðu gamni.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að staðan á hópnum sínum sé góð. Alexander Helgi Sigurðarson er meiddur en aðrir eru klárir í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner