Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 25. nóvember 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
El-Hadji Diouf um Gerrard: Hann var ekkert
Senegalinn El-Hadji Diouf.
Senegalinn El-Hadji Diouf.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
„Hann var ekkert," segir El-Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool, um Steven Gerrard sem tilkynnti í gær að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Fólk úr fótboltaheiminum hefur keppst við að mæra Gerrard en Diouf fer ekki í þann flokk. Diouf og Gerrard voru samherjar í tvö ár hjá Liverpool.

Gerrard sagði í ævisögu sinni sem kom út 2015 að Diouf hefði verið alveg sama um fótbolta og sama um Liverpool.

„Ég ber enga virðingu fyrir honum. Hjá Liverpool sagði fólk mér að ég mætti ekki snerta hann og Jamie Carragher en ég gerði það. Það flækti málið fyrir mig," segir Diouf í nýju viðtali í Frakklandi.

„Þegar ég mætti þá sýndi ég Gerrard að hann var ekkert. Hann var alls ekkert. Ég spurði hann hvort fólk væri að hugsa um hann í stóru keppnunum, EM eða HM? Ég virði Gerrard sem leikmann en ekki manneskju. Ég lét hann vita af því."

„Hann þorði ekki að horfa í augun á mér. Hann var hræddur við að tala við mig. Þegar ég mætti þá bað ég hann ekki um treyjuna hans. Hann bað mig um landsliðstreyju Senegal fyrir einn af félögum hans."

Diouf stóð ekki undir væntingum á Anfield og skoraði aðeins sex mörk í 79 leikjum eftir að hafa verið keyptur fyrir væna upphæð. Hann hefur áður talað illa um Gerrard í viðtölum og sagt að hann hafi alltaf hugsað um sjálfan sig og verið sama um velferð liðsins. Þá hefur hann sakað Gerrard um rasisma.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner