mán 25. nóvember 2019 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Brescia: Hvað get ég sagt? Balotelli er svartur
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Brescia ver ummæli Massimo Cellino, forseta félagsins, sem hann lét falla um Mario Balotelli.

Cellino var eigandi Leeds frá 2014 til 2017 áður en hann keypti Brescia.

Hann fékk Mario Balotelli á frjálsri sölu í sumar en Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar.

Cellino var spurður út í Balotelli og svaraði á fremur furðulegan hátt sem vísuðu í kynþáttafordóma.

„Hvað get ég sagt? Hann er svartur. Hann er að vinna í sjálfum sér en er að eiga smá erfitt," sagði Cellino.

Ummælin hafa vakið mikla athygli og umræðu en Brescia sendi frá sér tilkynningu og sagði að forsetinn hafi verið að grínast með þessum orðum sínum.

Balotelli var ekki í hópnum hjá Brescia gegn Roma um helgina eftir rifrildi við Fabio Grosso, þjálfara liðsins, en þá hefur Balotelli verið orðaður við Galatasaray og Hellas Verona.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner