Valgeir Valgeirsson spilaði í dag æfingaleik með AaB Álaborg er liðið bar sigur úr býtum gegn Gautaborg. Valgeir átti góðan leik og lagði upp þriðja mark AaB í 3-2 sigri.
Hinn 17 ára gamli Valgeir er samningsbundinn HK. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu á kantinum hjá HK í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar.
Hann spilaði stórt hlutverk í liði HK þrátt fyrir ungan aldur.
Valgeir hreif þjálfara AaB, Jacob Friis, með frammistöðu sinni gegn Gautaborg í dag og þykir ekki ólíklegt að danska úrvalsdeildarfélagið reyni að fá hann frá HK.
Claus Jensen, fjölmiðlamaður Nordjyske í Danmörku, segist vera farinn að æfa sig í að skrifa og segja nafnið því þarna sé væntanlega leikmaður sem hann á eftir að fjalla meira um. Hann telur einnig að forráðamenn AaB séu að hugsa vel um nafn Íslendingsins unga.
Spennandi verður að sjá hvað gerist hjá þessum efnilega leikmanni, hvort hann verði áfram í HK eða fari í atvinnumennsku.
Valgeir Valgeirsson. Jeg er allerede begyndt at øve mig på navnet. Det tror jeg også, AaB-ledelsen er https://t.co/NDh6DAqYLR #aabinside
— Claus Jensen (@clausjen) January 26, 2020
Athugasemdir