Juventus 1 - 1 Empoli (2-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Youssef Maleh ('24 )
1-1 Kephren Thuram ('66 )
0-1 Youssef Maleh ('24 )
1-1 Kephren Thuram ('66 )
Juventus er úr leik í ítalska bikarnum eftir óvænt tap gegn Empoli í kvöld.
Empoli var með forystuna í hálfleik en Khephren Thuram jafnaði metin með laglegu marki. Hann lék á einn varnarmann og setti boltann framhjá markmanni Empoli úr þröngu færi.
Sóknarmennirnir Kenan Yildiz og Dusan Vlahovic voru skúrkar Juventus en þeir klikkuðu á sínum spyrnum í vítaspyrnukeppninni sem varð til þess að liðið féll úr leik.
Empoli er komið í undanúrslit bikarsins í fyrsta sinn í sögunni. Liðið mætir Bologna en Mílanó liðin AC og Inter MIlan mætast í hinum undanúrslitunum.
Athugasemdir