Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 00:07
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Skoraði sjö mörk í stórsigri - Ýmir gert 27 mörk í þremur leikjum
George Razvan Charlton skoraði sjö fyrir Uppsveitir
George Razvan Charlton skoraði sjö fyrir Uppsveitir
Mynd: Höttur/Huginn
Alexander Veigar Þórarinsson gerði þrennu fyrir GG
Alexander Veigar Þórarinsson gerði þrennu fyrir GG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmismenn eru með 27 mörk í D-riðlinum
Ýmismenn eru með 27 mörk í D-riðlinum
Mynd: Twitter
Sex leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en Uppsveitir og Ýmir unnu stórsigra.

Uppsveitir gjörsigruðu Berserki/Mídas, 9-0, í C-riðli deildarinnar þar sem George Razvan Charlton gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk fyrir Uppsveitir.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson og Pétur Geir Ómarsson komust einnig á blað í leiknum en Uppsveitir hafa unnið báða leiki sína í C-riðlinum.

Í D-riðlinum vann Ýmir 10-1 stórsigur á KFR. Ólafur Örn Ploder og Emil Skorri Þ. Brynjólfsson skoruðu þrennur í leiknum og þá gerði Hörður Máni Ásmundsson tvö mörk.

Ýmir er búið að skora 27 mörk í fyrstu þremur leikjum riðilsins og situr liðið á toppnum með fullt hús stiga.

Alexander Veigar Þórarinsson skoraði þá þrjú mörk er GG vann Álafoss 5-0 í sama riðli. Þetta var annar sigur GG sem er í öðru sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Uppsveitir 9 - 0 Berserkir/Mídas
1-0 George Razvan Chariton ('5 )
2-0 Pétur Geir Ómarsson ('21 )
3-0 George Razvan Chariton ('26 )
4-0 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('31 )
5-0 George Razvan Chariton ('38, víti )
6-0 George Razvan Chariton ('46 )
7-0 George Razvan Chariton ('66 )
8-0 George Razvan Chariton ('81 )
9-0 George Razvan Chariton ('85 )

Hafnir 3 - 2 KB
1-0 Sigurður Þór Hallgrímsson ('18 )
2-0 Magnús Einar Magnússon ('66 )
3-0 Sigurður Þór Hallgrímsson ('68 )
3-1 Gísli Alexander Ágústsson ('79, víti )
3-2 Gísli Alexander Ágústsson ('81 )

Álftanes 2 - 1 Árborg
0-1 Sindri Þór Arnarson ('1 )
1-1 Hlynur Bjarnason ('72 )
2-1 Brynjar Jónasson ('90 )
Rautt spjald: Anton Ingi Sigurðarson ('51, Álftanes )

D-riðill:

Hamar 3 - 2 Smári
0-1 Orville Magnús Secka ('14 )
1-1 Atli Þór Jónasson ('21 )
2-1 Sören Balsgaard ('26 )
3-1 Aðalsteinn Örn Ragnarsson ('51 )
3-2 Viktor Örn Gunnarsson ('71 )

Ýmir 10 - 1 KFR
1-0 Hörður Máni Ásmundsson ('14 )
2-0 Ólafur Örn Ploder ('16 )
3-0 Ólafur Örn Ploder ('43 )
4-0 Hörður Máni Ásmundsson ('46 )
5-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('50 )
6-0 Ólafur Örn Ploder ('54 )
7-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('77 )
7-1 Bjarni Þorvaldsson ('78 )
8-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('83 )
9-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('88 )
10-1 Andri Már Harðarson ('90 )

GG 5 - 0 Álafoss
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('10 )
2-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('19 )
3-0 Ivan Jugovic ('65 )
4-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('72 )
5-0 Hafþór Logi Bjarnason ('85 )
4. deild karla - D-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner