Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vinnur í leikmannamálum - Tekur Postecoglou við Spurs?
Powerade
Adrien Rabiot er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Adrien Rabiot er orðaður við Manchester United á nýjan leik.
Mynd: EPA
Tekur Ange Postecoglou við Tottenham?
Tekur Ange Postecoglou við Tottenham?
Mynd: Getty Images
Romeo Lavia er eftirsóttur. Skiljanlega.
Romeo Lavia er eftirsóttur. Skiljanlega.
Mynd: Getty Images
Szoboszlai til Newcastle?
Szoboszlai til Newcastle?
Mynd: EPA
Dalot að framlengja.
Dalot að framlengja.
Mynd: Getty Images
Vonandi fer sumarið að koma hér á landi. Kane, Rice, Mount, Rabiot, Lavia, Maddison og fleiri í slúðurpakkanum en lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni verður leikin á sunnudaginn.

Manchester United vill fá Harry Kane (29) sóknarmann Tottenham, Declan Rice (24) miðjumann West Ham og Mason Mount (24) miðjumann Chelsea í sumar. (Sky Sports)

Real Madrid hefur fengið tækifæri á að kaupa Kane. (Cadena Ser)

Vinna Manchester United í að fá Mount gæti orðið til þess að Donny van de Beek (26) yfirgefi Old Trafford í sumar, ásamt Scott McTominay. Newcastle og West Ham hafa áhuga á skoska miðjumanninum. (Sun)

United hefur hafið viðræður við móður og umboðsmann franska miðjumannsins Adrien Rabiot (28) hjá Juventus. United gæti fengið hann á frjálsri sölu. (Nicolo Schira)

Tottenham horfir til Ástralans Ange Postecoglou, stjóra Celtic, sem möguleika í stjórastólinn eftir að Arne Slot ákvað að vera áfram hjá Feyenoord. (Independent)

Tottenham hefur einnig sett sig í samband við Brendan Rodgers fyrrum stjóra Leicester. Graham Potter og Luis Enrique eru einnig á blaði. (Football Transfers)

Enrique er talinn líklegastur til að taka við Paris St-Germain af Christophe Galtier. (Goal)

Chelsea og Liverpool eru meðal félaga sem fylgjast grannt með Romeo Lavia (19), belgíska miðjumanninum hjá Southampton. Hans fyrrum félag, Manchester City, er ekki með í baráttunni. (Times)

James Maddison (26), enski miðjumaðurinn hjá Leicester, og Kieran Tierney (25), skoski bakvörðurinn hjá Arsenal, eru efstir á blaði hjá Newcastle United fyrir sumarið en félagið hyggst styrkja sig fyrir Meistaradeildina á næsta tímabili. (i Sport)

AC Milan hefur gert enska miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (27) hjá Chelsea að forgangskaupum fyrir sumarið. (Fabrizio Romano)

AC Milan hefur sett sig í samband við umboðsmenn Roberto Firmino (31) en brasilíski framherjinn er að yfirgefa Liverpool. (Calciomercato)

Manchester United hefur áhuga á Tyler Adams (24), miðjumanni Leeds United. Ólíklegt er að Leeds haldi bandaríska landsliðsfyrirliðanum ef liðið fellur úr úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Newcastle hefur sent njósnara til að fylgjast með ungverska landsliðsmanninum Dominik Szoboszlai (22), leikmanni RB Leipzig. (Sky Sports)

Fulham er í viðræðum við umboðsmenn brasilíska framherjan Willian (34) um að framlengja dvöl hans á Craven Cottage um eitt tímabil í viðbót. (Fabrizio Romano)

Everton hefur sett sig í samband við Luis Castro (61), stjóra Botafogo í Braslíu. Stjórn Everton ræðir það að skipta Sean Dyche út í sumar. (Daily Record)

Paris St-Germain hefur gert tilboð í úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte (22) hjá Sporting Lissabon en Chelsea er einnig með í baráttunni. (Fabrizio Romano)

Argentínski framherjinn Angel di Maria (35) mun væntanlega yfirgefa Juventus á frjálsri sölu í sumar en félög í MLS-deildinni og í Sádi-Arabíu hafa áhuga. (90min)

Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot (24) er á lokastigi viðræðna sinna um nýjan langtímasamning við Manchester United. (Fabrizio Romano)

PSV Eindhoven mun ekki kaupa Jarrad Branthwaite (20) alfarið frá Everton þó varnarmaðurinn ungi hafi staðið sig vel á lánssamningi hjá hollenska félaginu. (Football Insider)

Newcastle og Aston Villa eru meðal félaga sem hafa áhuga á skoska miðjumanninum Azeem Abdulai (20) hjá Swansea. (Mail)

Spænski bakvörðurinn Ona Batlle (23) hefur samþykkt að ganga í raðir Barcelona þegar samningur hennar við Manchester United rennur út í sumar. (90min)

Brasilíski varnarmaðurinn Rafaelle Souza (31) yfirgefur Arsenal í sumar eftir 18 mánuði hjá félaginu. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner