Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 26. maí 2023 11:20
Elvar Geir Magnússon
Þrjú lið berjast við falldrauginn - Hverjir fara niður?
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð á sunnudag og þá ræðst það hvaða tvö lið falla með Southampton. Everton, Leicester og Leeds eru í fallhættu.

Everton er eina liðið sem er með örlögin í sínum höndum og þarf ekki að treysta á önnur úrslit. Ef liðið vinnur Bournemouth heldur það sæti sínu í deild þeirra bestu.

Ef sá leikur endar með jafntefli eða tapi Everton þá opnar það möguleika fyrir Leeds og Leicester.

Fallbaráttan í lokaumferðinni:
Everton - Bournemouth
Leeds - Tottenham
Leicester - West Ham



Möguleikar á að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni:

Everton:
Með sigri: 100%
Jafntefli: 64%
Tap: 49%

Leicester:
Með sigri: 54%
Jafntefli: 0%
Tap: 0%

Leeds:
Með sigri: 17%
Jafntefli: 0%
Tap: 0%

17. Everton, 33 stig - Líkur á falli: 21%
Úrslit Everton urðu betri eftir að Sean Dyche varð stjóri en ekki nægilega góð til að koma liðinu út úr öllum vandræðum. Everton var sekúndum frá því að tapa gegn Wolves en Yerri Mina jafnaði í blálokin. Mark sem mun reynast gulls ígildi? Tíminn mun leiða það í ljós. Það er bara Bournemouth (608) sem hefur fengið fleiri skot á sig en Everton (564) á þessu tímabili.

18. Leicester, 31 stig - Líkur á falli: 83%
Leicester endaði í áttunda sæti í fyrra en byrjaði tímabilið hrikalega. Dean Smith var ráðinn en liðið datt ofan í fallsvæðið. Leicester er með fjölmarga hæfileikaríka sóknarmenn en vandamálið hefur verið varnarlega. Liðið hefur aðeins einu sinni haldið marki sínu hreinu í 21 síðasta leik.

19. Leeds, 31 stig - Líkur á falli: 95%
Jesse Marsch var rekinn í febrúar, Javi Gracia ráðinn en síðan rekinn og Stóri Sam Allardyce kallaður til. Slæmt tap gegn West Ham á sunnudag þýðir að Leeds er ekki með örlögin í sínum höndum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner