sun 26. júní 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Berglind í toppstandi - „Ég er heil og til í þetta"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur aldrei verið betri og er klár í Evrópumótið en hún hefur verið að glíma við meiðsli fyrri hluta ársins.

Íslenska landsliðskonan samdi við Noregsmeistara Brann í byrjun ársins en hefur lítið getað spilað vegna meiðsla í ökkla.

Hún er búin að ná sér að fullu og er klár í Evrópumótið sem fer fram á Englandi.

„Bara mjög góð. Ég er heil og til í þetta. Ég er búin að halda mér í standi og búin að gera allt sem ég mátti gera. Ég byrjaði að æfa aftur og það var ekkert 'set-back' eða neitt, þannig ég er tilbúin."

„Nei í rauninni ekki. Maður heldur sér í standi, það er season í gangi í Noregi. Ég var aðeins með í ökklanum,"
sagði Berglind við Fótbolta.net.

Hún er afar ánægð með vistaskiptin og fagnar því að vera komin aftur í sigurlið. Brann er í toppsæti deildarinnar með 37 stig eftir fjórtán leiki.

„Það er búið að vera frábært. Geggjað að vera komin í sigurlið aftur og vinna leiki. Frábært umhverfi og get ekki kvartað, nema kannski yfir meiðslunum," sagði hún í lokin.
Ekkert sjálfgefið að vera í landsliðinu - „Alltaf pínu stress"
Athugasemdir
banner
banner
banner