Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2022 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flestar mæður í okkar liði
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður liðið á Evrópumótinu í Englandi í sumar þar sem flestar mæður verða.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en þar er fjallað um það að fimm mæður séu í íslenska liðinu, meira en í nokkru öðru liði í keppninni sem er á næsta leyti.

Sara Björk Gunnarsdóttir er nýjasti meðlimurinn í mæðrahópi landsliðsins.

„Það gerir mikið fyrir mann að vera með fyrirmyndir sem eignast barn og koma til baka; eru enn í landsliðinu," segir Sara í samtali við BBC.

„Við förum öll í gegnum okkar eigin reynslu en þær veittu mér innblástur og það ætti að veita öðrum konum innblástur."

Hinar mæðurnar í hópi okkar liðs eru Dagný Brynjarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir.

Hægt er að lesa grein BBC með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner