Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júlí 2022 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mukiele til PSG (Staðfest)
Mynd: PSG
Nordi Mukiele er genginn í raðir Frakklandsmeistaranna í PSG frá RB Leipzig. Mukiele er 24 ára gamall hægri bakvörður sem á einn A-landsleik að baki fyrir Frakkland.

PSG greiðir um fimmtán milljónir evra fyrir leikmanninn sem átti einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Leipzig. Þar var hann búinn að vera lykilmaður undanfarin fjögur ár og spilað 146 leiki.

Hjá PSG mun hann berjast við Achraf Hakimi um byrjunarliðssæti. Hann er fjórði leikmaðurinn sem PSG fær í sumar því áður höfðu þeir Nuno Mendes, Vitinha og Hugo Ekitike.

Chelsea er sagt hafa reynt að krækja í Mukiele á síðustu dögum en tókst ekki ætlunarverk sitt.

Mukiele skrifar undir fimm ára samning við PSG. Hann er uppalinn há Paris FC og Laval, lék tímabilið 2017-18 með Montpellier áður en hann svo fór til Leipzig. Þar varð hann bikarmeistari í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner