Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 26. október 2024 00:02
Innkastið
Villi Alvar dæmir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn sem allir eru að tala um.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn sem allir eru að tala um.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri dæmir leik KR og HK, auk þess að vera varadómari í úrslitaleiknum.
Ívar Orri dæmir leik KR og HK, auk þess að vera varadómari í úrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem mun dæma leikinn stóra á sunnudagskvöld, þar sem Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Valið á dómara fyrir leikinn kemur ekki á óvart en í Innkastinu var talað um að það lægi beint við að hann fengi verkefnið. Vilhjálmur Alvar hefur um árabil verið meðal bestu dómara landsins.

Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar á leiknum og Ívar Orri Kristjánsson fjórði dómari. Eftirlitsmaður verður Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Það eru fleiri spennandi leikir í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það ræðst hvort HK eða Vestri fylgi Fylki niður um deild og þá vonast Stjörnumenn til að geta hrifsað Evrópusætið af Val.

Hér má sjá hverjir dæma leiki lokaumferðarinnar.

laugardagur 26. október

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-KA (Gunnar Oddur Hafliðason)
14:00 KR-HK (Ívar Orri Kristjánsson)
14:00 Vestri-Fylkir (Jóhann Ingi Jónsson)

Besta-deild karla - Efri hluti
16:15 Stjarnan-FH (Erlendur Eiríksson)
16:15 Valur-ÍA (Pétur Guðmundsson)

sunnudagur 27. október

Besta-deild karla - Efri hluti
18:30 Víkingur R.-Breiðablik (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner