Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 25. október 2024 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Jóns spáir í lokaumferð Bestu deildarinnar
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gulli spáir því að Víkingar verði Íslandsmeistarar.
Gulli spáir því að Víkingar verði Íslandsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvort fellur Vestri eða HK? Gulli spáir því að Vestri muni halda sér.
Hvort fellur Vestri eða HK? Gulli spáir því að Vestri muni halda sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi ekki lokaleikur hans á ferlinum.
Vonandi ekki lokaleikur hans á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Bestu deild karla fer fram um helgina. Það er risastór leikur á sunnudagskvöld þegar Víkingar og Breiðablik berjast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Þúsundþjalasmiðurinn Gunnlaugur Jónsson spáir í leikina en hann hefur séð um það að taka viðtöl fyrir Stöð 2 Sport á leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Efri hluti
Valur 2 - 2 ÍA (16:15 á morgun)
Mínir menn á Skaganum eru ennþá brjálaðir eftir síðustu helgi en þeim tekst að nota þá orku í lokaleikinn á Hlíðarenda. Þetta verður hörkuleikur sem verður opinn og skemmtilegur og Viktor Jónsson nær að skora og komast í 19 marka klúbbinn.

Þetta verður síðasti leikur Gylfa fyrir Val sem mun eiga stórleik og skora bæði mörk liðins en vonandi verður þetta ekki lokaleikur hans á ferlinum.

Stjarnan 3 - 1 FH (16:15 á morgun)
Stjörnuliðið hefur verið sannfærandi síðustu 2 mánuði, Jökull tókst að finna holninguna og það má ekki gleyma því að liðið á enn töluverða möguleika að ná evrópusæti og ég spái því að liðið geri harða atlögu að landa því. Þeir sigra FH 3-1 á meðan Valur nær jafntefli gegn ÍA sem liðin eru jöfn á stigum, hagstæðari markatala Vals tryggir þeim Evrópusætið. FH liðið hefur farið flatt í þessari úrslitakeppni og því miður er blaðran sprungin og Stjarnan mun ganga á lagið.

Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik (18:30 á sunnudag)
Vá! Þetta verður rosalegur leikur. Bæði lið munu koma varfærnislega inn í leikinn, engir sénsar teknir og það verður markalaust í hálfleik. Blikar munu gera sóknarsinnaða skiptingu í hálfleik Kristófer Ingi kemur inn á og munu taka forystuna fljótlega í seinni en Víkingar munu svara og jafna leikinn.

Þessi leikur mun bjóða upp á allt og það verður dramantík dauðans. Blikar komast yfir á 80 mínútu með marki Höskuldar fyrirliða. Víkingar heimta víti þegar brotið er á Djuric, ekkert dæmt, Blikar í skyndisókn og Ísak mun koma liðinu yfir og eru með pálmann í höndunum. Víkingar gera tvöfalda skiptingu og inn á kemur hinn fertugi Óskar Örn Hauksson og það er hann sem mun gera sigurmarkið í uppbótartíma. Víkingar stíga stríðdans á heimavelli og Víkingar verða íslandsmeistarar 2024.

Þetta verður leikur sem enginn má missa af! Það er agalegt að ekki sé hægt að selja 6000 miða en fyrir þá sem ekki fá miða á leikinn þá skaltu stilla á besta sætið á Stöð 2 sport, þar verður öllu tjaldað til. Það verður boðið upp á 45 mínútna upphitun fyrir leikinn, Kjartan Atli og Gummi Ben stýra henni á vellinum. Gummi lýsir leiknum og það verða 15 kamerur sem munu ekki missa af neinu.

Strax eftir leik verður mótið gert upp. Þú vilt ekki missa af þessu og tryggðu þér áskrift í tíma ef þú ert ekki þegar með Stöð 2 Sport.

Neðri hluti
KR 3 - 1 HK (14:00 á morgun)
Óskar Hrafn hefur fundið holninguna og hungrið hjá KRingum og liðið er heitasta lið deildarinnar. HK vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Fram sem gefur þeim klárlega von og þeir koma trylltir til leiks á Þróttaravöllinn. Því miður fyrir HK þá er loka leikurinn gegn heitu liði sem sigla öruggum 3-1 sigri. KR kemst yfir en Leifur fyrirliði jafnar rétt fyrir hálfleik og ganga svo á lagið í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Benóný Breka sem endar í 18 mörkum. Úrslitin þýða að HK fellur en ég er á því að liðið hafi gert gott mót og Ómar Ingi hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti þjálfari landsins.

Fram 2 - 1 KA (14:00 á morgun)
Endirinn á tímabilinu hjá Fram er gríðarleg vonbrigði, aðeins einn sigur (gegn Fylki) í síðustu 11 leikjum þar af 8 töp er mjög slæmur endir á þessum tímabili. Þessi vonbrigða spírall byrjaði í lok júlí og þá var liðið á góðri siglingu og líklegt að enda í efri úrslitakeppninni. Ég spái því að Fram endi tímabilið á sigri í hörku leik gegn bikarmeisturunum með tveimur mörkum frá Gumma Magg. Elfar Árni skorar mark KA líklega í sínum lokaleik fyrir liðið.

Vestri 4 - 0 Fylkir (14:00 á morgun)
Vestra liðið mun labbar yfir Fylki í þessum leik. Sammi formaður hefur farið hamförum í bæjarfélaginu þessa vikuna og það verður fjölmennt á pöllunum þar sem heimamenn ganga á lagið og tryggja veruna í Bestu deild eftir öruggan sigur á Fylki. Árbæjarliðið er fallið og ekki bætir úr skák að liðið mætir vestur vængbrotið til leiks og þeir keyra á vegg á Ísafirði. Það er meiriháttar árangur hjá Vestra að liðið tryggir veru sína á nýju og þvílíkt sterkt hjá Davíð Smára þjálfara á sínu fyrsta ári í Bestu deildinni.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Gary Martin (4 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Ásgeir Frank (3 réttir)
Jóhann Páll (3 réttir
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Aron Guðmundsson (2 réttir)
Jói Skúli (2 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Oliver Heiðarsson (2 réttir)
Hilmar Jökull (1 réttur)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner