PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   fös 26. nóvember 2021 21:44
Victor Pálsson
Ítalía: Salernitana jafnaði undir lokin - Þrjú mörk dugðu Lecce ekki
Cagliari var hársbreidd frá því að vinna sinn annan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Salernitana á útivelli í 14. umferð.

Um var að ræða opnunarleik umferðarinnar en fyrir leikinn voru þessi tvö lið í botnsætunum með aðeins sjö stig.

Það varð engin breyting á því í kvöld en bæði lið eru nú á botninum með átta stig eftir dramatískt jafntefli.

Cagliari tók forystu leiksins á 73. mínútu en á lokamínútu venjulegs leiktíma tókst gestunum að jafna og 1-1 niðurstaðan.

Bæði Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason voru þá á varamannabekk Lecce sem spilaði við Ternana í B-deildinni.

Þessi leikur var gríðarlega fjörugur en Íslendingarnir komu ekkert við sögu í 3-3 jafntefli.

Lecce stefnir á að komast upp í efstu deild og er í öðru sætinu, tveimur stigum frá toppliði Brescia.

Cagliari 1 - 1 Salernitana
1-0 Leonardo Pavolett('73)
1-1 Federico Bonazzoli('90)

Lecce 3 - 3 Ternana
0-1 C. Falletti('10)
1-1 Z. Majer('11)
2-1 G. Strefezza('43)
2-2 A. Donnarumma('56)
3-2 M. Boben('58, sjálfsmark)
3-3 A. Partipilo('72)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
15 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner