
Gunnar Birgisson lýsti leik Argentínu og Mexíkó í kvöld. Lionel Messi kom Argentínu yfir en Gunnar lýsti markinu af mikilli innlifun.
Argentína spilaði ekki vel í fyrri hálfleik en það var markalaust eftir fyrstu 45 mínúturnar.
Messi braut ísinn á 64. mínútu þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn.
Um leið og hann skoraði fór Gunnar að öskra nafn Messi nokkrum sinnum áður en hann endaði á því að segja; „Það kom enginn annar til greina. Hann var búinn að skrifa þetta handrit."
Þetta hefur vakið heimsathygli og hefur vefsíðan Reddit sett inn myndband af lýsingunni á heimasíðu sína en þar er mikil umferð af fólki.
Það er eftirminnilegt þegar Gummi Ben varð vinsæll út um allan heim fyrir lýsinguna sína á EM 2016.
Athugasemdir