Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes segir Antonio ekki vera til sölu
Mynd: Getty Images

David Moyes er búinn að tjá sig um sóknarmanninn Michail Antonio sem sagði í hlaðvarpsþætti á dögunum að hann gæti yfirgefið West Ham United fyrir gluggalok.


Moyes er knattspyrnustjóri West Ham og hefur engan áhuga á að missa Antonio úr leikmannahópinum í miðri fallbaráttu.

Antonio, sem verður 33 ára í mars, hefur verið hjá félaginu síðan 2015 og er markahæsti leikmaður í úrvalsdeildarsögu Hamranna. Hann var orðaður við Wolves og Chelsea í glugganum en ólíklegt að hann færi sig um set.

„Antonio sagði þetta en við höfum engan áhuga á að selja. Stundum kjósa leikmenn að tjá sig opinberlega en fyrir okkar leyti þá viljum við halda honum hérna. Við viljum að hann spili vel og skori mörk," sagði Moyes.

Antonio á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við West Ham.

Sjá einnig:
Antonio viðurkennir að hann gæti farið á næstu dögum


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner