sun 27. mars 2022 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brutust inn til Chong og ógnuðu með hníf
Mynd: Getty Images

Tahith Chong, ungstirni Manchester United sem leikur að láni hjá Birmingham City, lenti í leiðinlegri lífsreynslu þegar menn brutust inn til hans og rændu með hníf í janúar.


Chong er 22 ára gamall og hefur verið að spila að láni hjá Birmingham City á tímabilinu. Hann missti af fjórum mánuðum vegna meiðsla og er nýlega byrjaður að spila aftur.

Í janúar var hann í endurhæfingu heima hjá sér í Manchester þegar þrír menn brutust inn klukkan 3 um morgun. Þeir vöktu hann upp með hníf við hálsinn og skipuðu honum að gefa frá sér allt verðmæti. 

Þegar þrjótarnir voru að kveðja gerðu þeir grín að lélegu öryggiskerfi Chong og skildu hann eftir í sjokki.

Atvikið átti sér stað sunnudaginn 16. janúar. Chong er einn af fimm leikmönnum Manchester-liðanna sem hefur verið brotist inn til síðan um jólin.

19. janúar var brotist inn til Victor Lindelöf meðan hann var að spila útileik við Brentford. Fjölskylda Lindelöf var heima. Svo var brotist inn til Paul Pogba meðan hann var að spila við Atletico Madrid og voru börnin hans heima sofandi meðan þjófarnir stálu.

Þá hefur einnig verið brotist inn til Jesse Lingard og Joao Cancelo síðan um jólin.












Athugasemdir
banner
banner
banner