Nýkrýndi Englandsmeistarinn Mohamed Salah tók upp á því að taka sjálfu eftir að hann skoraði fjórða mark Liverpool í 5-1 sigrinum á Tottenham á Anfield í dag, en netverjar biðu spenntir eftir að sú mynd yrði birt á samfélagsmiðlum.
Salah gerði 28. mark sitt í deildinni á tímabilinu með góðu vinstri fótar skoti í síðari hálfleiknum og hljóp síðan til stuðningsmanna og fagnaði af innlifun.
Egyptinn fékk í leiðinni síma í hendurnar og birti sjálfu af sér og stuðningsmönnunum, en margir héldu að þarna hafi heppinn stuðningsmaður lánað honum símann.
Svo virðist sem hann hafi fengið símann frá ljósmyndara á vegum félagsins en Salah segist hafa pælt mikið í því hvernig hann ætti að fagna markinu.
„Ég var vanur að taka 'sjálfur' með leikmönnunum í byrjun tímabilsins þannig ég varð að finna upp á einhverju sérstöku. Ég hugsaði þetta aðeins og leist vel á þetta,“ sagði Salah um fagnið.
— Mohamed Salah (@MoSalah) April 27, 2025
Athugasemdir