Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2022 16:15
Arnar Laufdal Arnarsson
Fram hefur gert tilboð í Brynjar Gauta
Brynjar Gauti er 30 ára miðvörður.
Brynjar Gauti er 30 ára miðvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur gert tilboð í Brynjar Gauta Guðjónsson, varnarmann Stjörnunnar, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Brynjar er ósáttur við sitt hlutskipti í Garðabænum þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti. Hann hefur komið við sögu í fjórum deildarleikjum á tímabilinu.

„Brynjar Gauti er að æfa með okkur, hvort að menn vilji fara eða ekki fara þá er það eitthvað sem við höfum rætt sjálfir við okkar leikmenn. Við erum með sama hóp og byrjaði mótið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net fyrr í dag.

Framarar hafa fengið flest mörk á sig af liðum Bestu deildarinnar í sumar.

Jón Sveinsson þjálfari Fram sagði við Fótbolta.net í síðustu viku að liðið þurfi að fækka mörkunum sem liðið fær á sig.

„Þá fara stigin að verða fleiri. Við erum allavega ekki sakaðir um að skemmta ekki áhorfendum. Leikirnir okkar eru opnir og skemmtilegir. Við þurfum að reyna að loka leikjunum betur okkar megin á vellinum og hafa þá frekar opna og skemmtilega hinumegin. Frekar að skemmta okkar áhorfendum en öllum lýðnum," sagði Jón.
Athugasemdir
banner
banner
banner