Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Galtier farinn frá Nice og Favre aftur tekinn við (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Í dag tilkynnti Nice um ráðningu á Lucien Favre sem stjóra félagsins. Favre var stjóri franska félagsins á árunum 2016-18 og tók í kjölfarið við þýska félaginu Borussia Dortmund.

Svisslendingurinn Favre var látinn fara árið 2020 frá Dortmund og hefur verið án starfs síðan. Nú snýr hann aftur til Frekklands.

Hann er 64 ára gamall og tekur við af Cristhope Galtier sem stýrði liðinu á síðasta tímabili. Galtier varð franskur meistari með Lille fyrir rúmu ári síðan en tók svo við Nice um sumarið.

Galtier er að öllum líkindum að taka við starfinu hjá frönsku meisturunum í PSG. Í vetur endaði Nice í 5. sæti frönsku deildarinnar.

Favre hefur á sínum ferli þjálfað í Sviss, Þýskalandi og í Frakklandi. Hann náði eftirtektarverðum árangri tímabilið 2016-17 þegar hann stýrði Nice í þriðja sætið í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner