Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Allt annað en sáttur með Fabrizio Romano - „Hræðilegt hvernig þú vanvirðir mig“
Fabrizio Romano er oft áreiðanlegur en á sama tíma mjög umdeildur
Fabrizio Romano er oft áreiðanlegur en á sama tíma mjög umdeildur
Mynd: Getty Images
Belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri er afar ósáttur við kollega sinn, Fabrizio Romano, eftir að sá síðarnefndi greindi frá félagaskiptum El Khannouss til Leicester.

Leicester City hefur náð samkomulagi við Genk um kaup á El Khannouss fyrir 17 milljónir punda en Romano greindi frá því að enska félagið væri að ganga frá kaupunum.

Tavolieri, sem hefur mest skrifað um belgíska leikmenn og þá sem spila í Belgíu, lét Romano heyra það á X, en hann segir ítalska blaðamanninn sýna honum mikla vanvirðingu. Tavolieri var fyrstur að greina frá kaupum Leicester á El Khannouss og vildi belgíski blaðamaðurinn fá prik fyrir það.

Romano vitnaði frekar í frétt Bob Faesen, blaðamann sem sér hæfir sig í skrifum um Genk.

„Fabrizio, þetta hefur verið einkafrétt mín frá fyrsta degi, þannig reyndu að hafa þetta rétt. Ég tilkynnti þetta 23. ágúst. Það er hræðilegt hvernig þú vanvirðir mig,“ skrifaði Tavolieri undir færslu Romano á X.

Romano hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið ár eða svo en þar er efast um siðferði hans í blaðamannesku. Þessi vinsælasti og áreiðanlegasti fótboltafréttamaður heimsins er sagður taka fé frá umboðsmönnum til að skrifa færslur um leikmenn sem eru á þeirra vegum.

Mason Greenwood er eitt dæmi. Hann fylgdist náið með félagaskiptum hans til Marseille á meðan önnur stærri félagaskipti fengu minni umfjöllun. Auk þess hefur hann skrifað reglulega um gengi hans, bæði hjá Getafe og í byrjun tímabils hjá Marseille.

Blaðamaðurinn Luis Paez-Pumar vakti athygli á þessu í grein sinn hjá Defector, en þar velti hann fyrir sér af hverju hann væri að skrifa svona margar færslur um Greenwood, sem var handtekinn og kærður fyrir að hafa beitt kærustu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Sönnunargögn málsins voru myndir, myndbönd og hljóðupptaka sem kærasta hans birti á Instagram, en málið var látið niður falla þar sem það var ekki talið líklegt til sakfellingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner