Liverpool staðfesti í kvöld kaupin á georgíska landsliðsmarkverðinum Giorgi Mamardashvili en hann kemur til félagsins frá spænska félaginu Valencia. Markvörðurinn verður áfram hjá Valencia á láni út leiktíðina.
Mamardashvili er 23 ára gamall og fór í gegnum akademíu Dinamo Tbilisi í heimalandinu áður en hann samdi við Valencia fyrir þremur árum.
Síðustu tvö tímabil hefur hann verið fastamaður í markinu hjá Valencia og vakið athygli fjölda stórliða um allan heim.
Í sumar var hann einn af bestu mönnum Evrópumótsins, en hann átti risastóran þátt í að koma Georgíu í 16-liða úrslitin og það á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar.
Síðustu vikur hefur Liverpool átt í viðræðum við Valencia um kaup á markverðinum og náðu þau loks saman en kaupverðið er um 30 milljónir evra. Hann skrifar undir langtímasamning við félagið, en verður áfram á láni hjá Valencia í að minnsta kosti eitt tímabil.
Liverpool sér Mamardashvili fyrir sér sem framtíðar arftaka Alisson Becker. Brasilíumaðurinn er samningsbundinn Liverpool til 2026 með möguleika á að framlengja um annað ár.
Mamardashvili eru fyrstu kaup í stjórnartíð Arne Slot sem tók við liðinu í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Feyenoord í Hollandi.
We have reached an agreement for the transfer of Giorgi Mamardashvili, subject to a work permit and international clearance – with the Valencia goalkeeper set to move to Anfield ahead of the 2025-26 season ????????
— Liverpool FC (@LFC) August 27, 2024
Athugasemdir