Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Özil: Leikmenn verða að stíga upp og taka ábyrgð
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um Mikel Arteta og Mesut Özil undanfarna daga eftir að Özil gaf yfirlýsingu frá sér í kjölfar þess að hafa ekki verið skráður í 25 manna hóp Arsenal fyrir ensku úrvalsdeildina.

Özil lýsti yfir reiði og óánægju varðandi stöðu sína hjá félaginu og tók umboðsmaður hans sig til og hraunaði yfir Arteta í fjölmiðlum.

Umboðsmaður Özil heitir Erkut Sögüt og kallaði hann Arteta óheiðarlegan í viðtali á dögunum. Arteta svaraði þessari ásökun Sögüt og sagði að Özil geti sjálfum sér um kennt.

„Góður leiðtogi verður að vera heiðarlegur því annars mun hann aldrei öðlast traust leikmanna. Hann verður að geta tekið erfiðar ákvarðanir og sagt erfiða hluti við menn," sagði Arteta.

„Hann býr til menningu innan félagsins þar sem leikmenn þurfa að taka ábyrgð á frammistöðum sínum. Þegar góðir hlutir gerast hrósarðu leikmönnum en þegar þeir gerast ekki eru afleiðingar.

„Leikmenn verða að stíga upp og taka ábyrgð. Þeir verða að krefjast þess besta frá sjálfum sér og liðsfélögunum. Það er eina leiðin til að láta knattspyrnufélag ganga upp."


Sjá einnig:
„Sorgarsaga í kringum Özil"
Umboðsmaður Özil hraunar yfir Arteta: Hann er óheiðarlegur
Arteta ánægður með straumana sem Özil sendi á Twitter
Özil brjálaður: Læt áttunda tímabil mitt hjá Arsenal ekki enda svona
Özil ekki í úrvalsdeildarhópi Arsenal
Athugasemdir
banner
banner