banner
   mán 26. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
„Sorgarasaga í kringum Özil"
Mikel Arteta og Mesut Özil spiluðu saman hjá Arsenal á sínum tíma.
Mikel Arteta og Mesut Özil spiluðu saman hjá Arsenal á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil var ekki valinn í 25 manna hóp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum en hann er í frystikistunni hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Sumir stuðningsmenn liðsins sakna Özil og það mátti sjá á samfélagsmiðlum í kringum 1-0 tapið gegn Leicester í gær.

„Þetta er einhver sorgarsaga í kringum þetta Özil mál. Maður þekkir það ekki nógu vel til að vera með yfirlýsingar en það er augljóst að það er ekki fótboltalegs eðlis að hann er skilinn eftir," sagði Einar Guðnason í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolti.net í dag.

„Þetta er fjórði þjálfarinn í röð sem skilur hann eftir í mikilvægum leikjum. Wenger var löngu byrjaður á því að taka en ekki með í erfiða útileiki. Hann lenti upp á kant við Emery, Ljungberg notaði hann ekki og Arteta ekki. Ég sakna Özil eins og hann var 2014 en hann hefur ekkert erindi í liðið eins og hann hefur spilað undanfarin ár," sagði Jón Kaldal.

Einar benti á að Özil hefði getað nýst í 1-0 tapinu gegn Leicester í gær þar sem gestirnir vörðust mjög þétt.

„Í svona leikjum þar sem lið leggjast í 5-4-1 og fremsti maður mætir á miðju þá þarf svona gæa eins og hann. Það þarf ekki að hafa hann á móti United og City en þegar lið leggjast svona djúpt og það þarf að leysa þetta með lykilsendingu á þröngu svæði þá vantar hann," sagði Einar.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.
Enski boltinn - Hægt spil Arsenal og líklegir Liverpool menn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner