Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 20. október 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil ekki í úrvalsdeildarhópi Arsenal
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil verður ekki valinn í 25 manna úrvalsdeildarhóp Arsenal sem verður að vera staðfestur í dag.

Goal segir frá þessu í dag en þetta þýðir að Özil mun ekki spila fyrir Arsenal fyrr í deildinni fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.

Özil er heldur ekki í Evrópudeildarhóp Arsenal. Hann er í frystikistunni hjá Mikel Arteta.

Özil fær 350 þúsund pund í vikulan hjá Arsenal og er launahæsti leikmaður félagsins, en hann fær ekki að spila. Líklegt þykir að hann muni ekki spila meira fyrir félagið, sem hann kom til frá Real Madrid árið 2013.

Ásamt Özil þá kemst gríski varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos ekki heldur í úrvalsdeildarhóp félagsins.

Arteta, stjóri Arsenal, hefur hingað til ekki viljað fara út í smáatriði varðandi það hvers vegna Özil er ekki að spila. Hann segist reyna að velja réttu leikmennina fyrir hvern leik.
Athugasemdir
banner
banner