Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 20:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabinho tognaður? - Gæti verið frá fram yfir landsleikjahlé
Mynd: Getty Images
Liverpool er þessa stundina að spila við FC Midtjylland á heimavelli í Meistaradeildinni. Nú er hálfleikur og staðan er 0-0.

Liverpool varð fyrir áfalli eftir um hálftíma leik þegar hinn brasilíski Fabinho þurfti að yfirgefa völlinn. Rhys Williams kom inn á í stað Fabinho sem hefur leikið í miðverði í kjölfar meiðsla Virgil van Dijk.

Fabinho fékk tak aftan í læri þegar hann var að hlaupa til baka og gat ekki haldið áfram. Staðan gæti verið sú að hann hafi tognað aftan í læri sem væru mjög slæm tíðindi. Það myndi þýða að Fabinho yrði líklegast frá fram yfir komandi landsleikjahlé.

Virgil van Dijk er á leið í aðgerð vegna krossbandaslita og verður frá í lengri tíma. Joe Gomez og Rhys Williams leika þessa stundina saman í miðverðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner