Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag.
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
   fim 27. október 2022 12:28
Elvar Geir Magnússon
Bak við tjöldin við gerð Skjaldarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn eftir leik gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar.

Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fáum við að skyggnast bakvið tjöldin við gerð skjaldarins, allt frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu.

Skjöldurinn er gjöf frá Norðuráli og vekur athygli að hann er steyptur úr áli og er alfarið íslensk framleiðsla.

„Í hönnunarferlinu kom upp sú hugmynd að steypa skjöldinn úr íslensku áli. Við höfðum samband við Norðurál sem tók mjög vel í hugmyndina og bauðst til þess að kosta gerð skjaldarins sem við erum mjög þakklát fyrir. Skjöldurinn er gerður úr Natur-Al áli sem Norðurál framleiðir, en það er grænasta áli í heimi og kolefnissporið er innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu," segir Björn Þór Ingason markaðssstjóri ÍTF

Á bakhlið skjaldarins verða rituð nöfn allra meistara frá upphafi og gert er ráð fyrir því að hægt sé að veita skjöldin allt til ársins 2111.

„Innblástur vörumerkis Bestu deildarinnar og skjaldarins kemur nánast að öllu leyti frá merki sem grafið var í fyrsta Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1912. Okkur fannst það skemmtilegt að hugsa þennan skjöld sem ákveðið framhald af fyrsta bikarnum og því vildum við að hafa alla meistara frá upphafi á bakhlið skjaldarins," segir Björn Þór.
Athugasemdir