Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   fim 27. október 2022 12:28
Elvar Geir Magnússon
Bak við tjöldin við gerð Skjaldarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn eftir leik gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar.

Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fáum við að skyggnast bakvið tjöldin við gerð skjaldarins, allt frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu.

Skjöldurinn er gjöf frá Norðuráli og vekur athygli að hann er steyptur úr áli og er alfarið íslensk framleiðsla.

„Í hönnunarferlinu kom upp sú hugmynd að steypa skjöldinn úr íslensku áli. Við höfðum samband við Norðurál sem tók mjög vel í hugmyndina og bauðst til þess að kosta gerð skjaldarins sem við erum mjög þakklát fyrir. Skjöldurinn er gerður úr Natur-Al áli sem Norðurál framleiðir, en það er grænasta áli í heimi og kolefnissporið er innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu," segir Björn Þór Ingason markaðssstjóri ÍTF

Á bakhlið skjaldarins verða rituð nöfn allra meistara frá upphafi og gert er ráð fyrir því að hægt sé að veita skjöldin allt til ársins 2111.

„Innblástur vörumerkis Bestu deildarinnar og skjaldarins kemur nánast að öllu leyti frá merki sem grafið var í fyrsta Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1912. Okkur fannst það skemmtilegt að hugsa þennan skjöld sem ákveðið framhald af fyrsta bikarnum og því vildum við að hafa alla meistara frá upphafi á bakhlið skjaldarins," segir Björn Þór.
Athugasemdir
banner
banner
banner