Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. október 2022 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enn verk að vinna fyrir Arsenal - „Breiddin er ekki nógu mikil"
Mynd: EPA

Arsenal tapaði öðrum leik sínum á tímabilinu þegar liðið lá gegn PSV 2-0 í Evrópudeildinni í kvöld.


Joe Cole sérfræðingur hjá BT Sport segir að liðið eigi enn langt í land.

„Ég vil ekki dæma þennan hóp of harkalega því það hefur verið gaman að fylgjast með þeim. Í dag minntu þeir okkur á að það sé enn verk að vinna og þeir eigi langt í land," sagði Cole.

Martin Keown fyrrum leikmaður liðsins segir að það vanti breidd.

„Ég vil ekki að þetta valdi því að þeir fari út af sporinu. Það voru margar breytingar, breiddin er ekki nógu mikil en ef þeir læra af þessu munu þeir nota þetta sem bensín fyrir leikinn gegn Forest," sagði Keown.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir botnliði Nottingham Forest á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner