Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. janúar 2020 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Tóta í New York City FC (Staðfest)
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson er mættur til borgarinnar sem aldrei sefur, New York City í Bandaríkjunum, og er hann búinn að skrifa undir samning við New York City FC í MLS-deildinni.

Stórstjörnur á borð við Frank Lampard, Andrea Pirlo og David Villa hafa leikið með New York City FC, sem var stofnað árið 2013.

Guðmundur kemur til New York City frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið frá árinu 2017. Guðmundur er 27 ára gamall miðjumaður, en óhætt er að segja að hann sé fjölhæfur. Hann getur leyst margar stöður.

„Þetta er stór ákvörðun fyrir minn feril," sagði Guðmundur við heimasíðu New York. „Ég hef bara heyrt góða hluti um félagið og ég er hæstánægður."

Hann mun spila undir stjórn Norðmannsins Ronny Deila hjá New York.

„Ég hef séð hvernig Ronny vinnur og hvernig hann vill spila fótbolta, það var stór ástæða fyrir minni ákvörðun. Hann vill halda boltanum mikið og ég elska það."

Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur Guðmundur einnig spilað með Rosenborg og Sarpsborg í Noregi og Nordsjælland í Danmörku. Hér heima var hann hjá ÍBV og auðvitað Selfossi þar sem hann er uppalinn.

Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner