Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. janúar 2020 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex spilaði í bikarnum - Sigurmark á 121. mínútu
Rúnar er á mála hjá Dijon í Frakklandi.
Rúnar er á mála hjá Dijon í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fær ekki mikið af tækifærum með Dijon í frönsku úrvalsdeildinni, en hann spilar í bikarnum.

Rúnar var í markinu í kvöld er Dijon heimsótti í kvöld Limonest úr fimmtu efstu deild Frakklands. Það var hægara sagt en gert hjá franska úrvalsdeildarliðinu að ná í sigurinn, en það tókst að lokum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Limonest yfir í byrjun þess seinni. Forystan var hins vegar ekki langlíf þar sem Dijon jafnaði um fimm mínútum síðar.

Það voru hins vegar ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og uppbótartíma. Því þurfti að framlengja. Þar náði Dijon að skora sigurmark og kom það í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-1 og er Dijon, sem er í 17. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner