Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 14:23
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Leeds og Leicester með skyldusigra
Kom Leeds á bragðið.
Kom Leeds á bragðið.
Mynd: EPA
Youri Tielemans klúðraði á punktinum.
Youri Tielemans klúðraði á punktinum.
Mynd: Getty Images

32-liða úrslitin í enska bikarnum halda áfram í dag og er nú tveimur leikjum lokið.


Accrington Stanley, sem spilar í League One deildinni, fékk úrvalsdeildarlið Leeds í heimsókn. Leeds þurfti tvívegis að mæta Cardiff til að komast í þessa umferð.

Úrvalsdeildarliðið lenti ekki í teljandi vandræðum með Accrington en leiknum lauk með 3-1 útisigri Leeds. Jack Harrison, Junior Firpo og Luis Sinisterra gerðu mörkin fyrir Leeds.

Þá mættust Walsall og Leicester City en heimamenn spila í fjórðu efstu deild, League Two.

Leicester City lét eitt mark duga en það gerði Kelechi Iheanacho í síðari hálfleiknum. Youri Tielemans klikkaði á vítaspyrnu í leiknum.

Accrington Stanley 1 - 3 Leeds
0-1 Jack Harrison ('23 )
0-2 Junior Firpo ('66 )
0-3 Luis Sinisterra ('68 )
1-3 Leslie Adekoya ('81 )

Walsall 0 - 1 Leicester City
0-0 Youri Tielemans ('48 , Misnotað víti)
0-1 Kelechi Iheanacho ('68 )


Athugasemdir
banner
banner
banner