Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 28. janúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
Keylor Navas færist nær Nottingham Forest
Titlaóður.
Titlaóður.
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest er nálægt því að ná samkomulagi við PSG um að fá markmanninn þeirra, Keylor Navas, á lánssamning.


Þá hefur Forest einnig verið að reyna við varnarmanninn Felipe sem spilar með Atletico Madrid. Félagið vill fá inn miðjumann og vængmann til viðbótar.

Dean Henderson, markvörður liðsins, er meiddur og því eru nýliðarnir að gera allt sem þeir geta til að fá hinn 36 ára gamla Navas í markið.

Hann hefur spilað 110 leiki fyrir landslið Kosta Ríka, tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum og þá vann hann tólf titla á sínum tíma hjá Real Madrid.

Hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, varð fjórum sinnum heimsmeistari félagsliða, vann Ofurbikarinn þrisvar sinnum, spænsku deildina einu sinni og spænska bikarinn einnig einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner