Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 28. febrúar 2021 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bale magnaður í sannfærandi sigri Tottenham
Markaskorararnir þrír.
Markaskorararnir þrír.
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 0 Burnley
1-0 Gareth Bale ('2 )
2-0 Harry Kane ('15 )
3-0 Lucas Moura ('31 )
4-0 Gareth Bale ('55 )

Það hefur ekki verið svona mjög mikið að frétta hjá Gareth Bale á þessu tímabili en hann hefur verið að koma sterkur inn að undanförnu fyrir Tottenham.

Í dag átti hann stórleik þegar Tottenham vann öruggan 4-0 sigur á Burnley á heimavelli.

Bale fékk tækifæri í byrjunarliðinu og hann setti tóninn strax með því að skora á annarri mínútu leiksins.

Hann lagði svo upp annað mark Tottenham sem Harry Kane skoraði á fimmtándu mínútu. Lucas Moura gerði þriðja markið eftir rúmlega hálftíma leik og var það síðasta markið í fyrri hálfleik.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik skoraði Bale sitt annað mark og þar við sat. Þegar hann er á deginum sínum þá er Bale illviðráðanlegur. Stuðningsmenn Tottenham vonast eflaust eftir að hann eigi fleiri svona daga á næstunni.

Eftir þennan sigur fer Tottenham upp fyrir erkifjendur sína í Arsenal í níunda sæti deildarinnar. Burnley er í 15. sæti en Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með í dag vegna meiðsla.

Önnur úrslit í dag:
England: Arsenal svaraði því vel að lenda undir snemma

Klukkan 16:30 hefst leikur Chelsea og Man Utd. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner