Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal svaraði því vel að lenda undir snemma
Arsenal er komið upp í níunda sæti.
Arsenal er komið upp í níunda sæti.
Mynd: Getty Images
Úr leik Crystal Palace og Fulham.
Úr leik Crystal Palace og Fulham.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann virkilega góðan endurkomusigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Youri Tielemans kom Leicester yfir snemma leiks. Markið var rosalega einfalt fyrir Belgann sem hljóp óáreittur inn í teig og skoraði með föstu skoti. Virkilega slakur varnarleikur hjá Arsenal en Lundúnaliðið átti eftir að bæta upp fyrir þessa slöku byrjun.

Vítaspyrna var dæmd stuttu síðar en því var svo breytt í aukaspyrnu eftir VAR-skoðun þar sem Nicolas Pepe féll utan teigs. Á 39. mínútu jafnaði David Luiz með skalla og stuttu síðar fékk Arsenal svo vítaspyrnu. Í þetta skiptið var því ekki breytt, boltinn fór í hendi Wilfried Ndidi innan teigs. Alexandre Lacazette fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Staðan var 1-2 í hálfleik og Arsenal gerði frábærlega í seinni hálfleik til að klára leikinn. Pepe, sem átti mjög flottan leik, skoraði á 52. mínútu og eftirleikurinn var nokkuð einfaldur fyrir Arsenal. Lokatölur 1-3 en Leicester varð fyrir áfalli í leiknum þar sem bæði Harvey Barnes og Jonny Evans fóru meiddir af velli. Það eru nokkur meiðslavandræði í gangi hjá Leicester og var til að mynda James Maddison ekki með í dag.

Það ber að taka fram að Willian og Pepe, sem báðir hafa verið mikið gagnrýndir fyrir sína frammistöðu, stóðu sig mjög vel í dag fyrir Arsenal sem er komið upp í níunda sæti. Leicester er áfram í þriðja sætinu.

Markalaust í Lundúnaslag
Crystal Palace og Fulham áttust við í Lundúnaslag á sama tíma og þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Fulham var sterkari aðilinn í leiknum og átti Vicente Guaita góðan leik í marki Palace.

Fulham heldur áfram pressu á Newcastle en þremur stigum munar á liðunum; Newcastle er í 17. sæti og Fulham í 18. sæti og nóg eftir af mótinu. Palace situr í 13. sæti deildarinnar.

Crystal Palace 0 - 0 Fulham

Leicester City 1 - 3 Arsenal
1-0 Youri Tielemans ('6 )
1-1 David Luiz ('39 )
1-2 Alexandre Lacazette ('45 , víti)
1-3 Nicolas Pepe ('52 )
Athugasemdir
banner
banner
banner