Sigurður Bjartur Hallsson er á leið til FH frá KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Það komu fregnir af því í vikunni að Sigurður Bjartur væri á leið frá KR og Fylkir væri líklegur áfangastaður en nú er hann á leið til FH.
Sigurður er 24 ára gamall sóknarmaður og hefur skorað tíu mörk í 52 leikjum fyrir KR í deild og bikar. Hann uppalinn í Grindavík en gekk til liðs við KR árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning.
FH hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar, þremur stigum á undan KR sem hafnaði í 6. sæti.
Athugasemdir