Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. febrúar 2024 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurður Bjartur á leið til FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Bjartur Hallsson er á leið til FH frá KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.


Það komu fregnir af því í vikunni að Sigurður Bjartur væri á leið frá KR og Fylkir væri líklegur áfangastaður en nú er hann á leið til FH.

Sigurður er 24 ára gamall sóknarmaður og hefur skorað tíu mörk í 52 leikjum fyrir KR í deild og bikar. Hann uppalinn í Grindavík en gekk til liðs við KR árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning.

FH hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar, þremur stigum á undan KR sem hafnaði í 6. sæti.


Athugasemdir
banner
banner