Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. mars 2021 09:30
Aksentije Milisic
Kane ákveður framtíð sína eftir EM
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, neitar enn að tjá sig um það hvort hann verði áfram hjá Tottenham á næsta tímabili.

Það er stórt sumar framundan hjá Kane. Hann fer á Evrópumótið með Englandi og í kjöfarið þarf hann að taka risa stóra ákvörðun um framtíð sína.

Margir hafa kallað eftir því að Kane yfirgefi Tottenham og farið í stórlið sem vinnur titla. Kane verður 28 ára gamall á árinu en hann hefur enn ekki unnið einn einasta titil á ferlinum.

Kane er á samning hjá Spurs til ársins 2024 en hann er að fara spila í úrslitaleik deildabikarins með Spurs gegn Manchester City í næsta mánuði.

Þar sem ekki er víst hvort Tottenham náði Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð, og að það teljist ólíklegt að liðið verði í baráttunni um sigur í ensku deildinni í náinni framtíð, þá þarf Kane að ákveða hvort hann verður áfram hjá uppeldisfélagi sínu eða leiti á önnur mið.

Eins og áður segir verður hann 28 ára á þessu ári og því getur hann ekki beðið mikið lengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner