Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. mars 2023 12:31
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Svía fúll út í sjálfan sig fyrir framkomu sína í sjónvarpinu
Janne Andersson.
Janne Andersson.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía, lenti í rifrildi við Bojan Djordjic, sérfræðing Viaplay, í beinni sjónvarpsútsendingu eftir 5-0 sigur Svía gegn Aserbaídsjan í gær.

„Ég skammast mín. Mér líður illa þegar ég horfi á þetta. Ég er svekktur út í sjálfan mig og á að höndla aðstæðurnar betur. Ég mun gera betur í framtíðinni," sagði Andersson um rifrildið á fréttamannafundi í dag.

Andersson var ósáttur við Djordjic sem kom með spurningar út í spiltíma Jesper Karlsson. Á endanum gekk Andersson út úr viðtalinu við Viaplay.

„Ég er gríðarlega ánægður með Jesper Karlsson og brást of illa við spurningunum um hann. Ég hef reynt að hafa samband við Bojan Djordjic og vil ræða málin og hreinsa andrúmsloftið, það hefur enn ekki gengið upp."

Einhverjir hafa sakað Andersson um kynþáttafordóma en Djordjic er af serbneskum uppruna. Andersson gaf til kynna í rifrildinu að Djordjic væri ekki stuðningsmaður sænska landsliðsins. Þjálfari Svía segir það af og frá að hann hafi verið með kynþáttafordóma.

„Það er mjög vont ef hann hefur mistúlkað þetta þannig. Ég fyrirlít rasisma og í starfi mínu vinn ég eftir því að allir séu jafnir að verðleikum, sama hver bakgrunnur þeirra er eða uppruni. Allir sem þekkja mig vita það," segir Andersson.

„Ég ætti mjög slæman dag í gær og er fúll út í sjálfan mig. Ég verð að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Fólk á að hafa skoðanir á landsliðinu."

Hér má sjá rifrildið úr sjónvarpsútsendingu Viaplay.


Athugasemdir
banner
banner
banner