Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 28. mars 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir að Arnór spilar ekki meira á tímabilinu
Arnór verður frá í að minnsta kosti tíu vikur
Arnór verður frá í að minnsta kosti tíu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson verður ekki meira með á tímabilinu en þetta staðfesti John Eustace, stjóri Blackburn Rovers, í dag.

Skagamaðurinn meiddist í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins.

Ísraelinn Roy Revivo fór í háskalega tæklingu á Arnóri og uppskar rautt spjald fyrir en Arnór gat ekki haldið leik áfram.

Hann var þá ekki með Íslandi í úrslitaleiknum gegn Úkraínu og hefur Eustace nú staðfest að Arnór verði ekki meira með á þessu tímabili.

„Það er stórt högg fyrir okkur varðandi Arnór. Hann varð fyrir ljótu sparki og að ég held verður því miður frá út tímabilið,“ sagði Eustace.

„Þetta var mjög sein tækling. Hann fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti tíu vikur. Siggy hefur komið inn og gert mjög vel í síðustu leikjum. Ég hef verið mjög ánægður með frammistöðu hans. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þannig þetta verður mikil blóðtaka fyrir okkur, en þetta mun líka gefa öðrum tækifæri til að stíga upp,“ sagði hann enn fremur.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 23 14 6 3 43 15 +28 48
2 Sheffield Utd 23 15 5 3 32 13 +19 48
3 Burnley 23 13 8 2 30 9 +21 47
4 Sunderland 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Blackburn 22 11 5 6 27 20 +7 38
6 Watford 22 11 4 7 32 29 +3 37
7 Middlesbrough 23 10 6 7 41 31 +10 36
8 West Brom 23 8 11 4 27 18 +9 35
9 Sheff Wed 23 9 6 8 31 33 -2 33
10 Swansea 23 8 6 9 27 24 +3 30
11 Bristol City 23 7 9 7 27 28 -1 30
12 Norwich 23 7 8 8 39 35 +4 29
13 Millwall 22 7 7 8 22 20 +2 28
14 Derby County 23 7 6 10 29 29 0 27
15 Coventry 23 7 6 10 32 34 -2 27
16 Preston NE 23 5 11 7 23 29 -6 26
17 QPR 23 5 10 8 23 31 -8 25
18 Luton 23 7 4 12 25 39 -14 25
19 Stoke City 23 5 7 11 23 32 -9 22
20 Oxford United 22 5 6 11 24 39 -15 21
21 Portsmouth 21 4 8 9 26 37 -11 20
22 Hull City 23 4 7 12 21 32 -11 19
23 Cardiff City 22 4 6 12 21 37 -16 18
24 Plymouth 22 4 6 12 22 49 -27 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner