Luke Rae, kantmaður KR, hefur fengið stórt hlutverk í liði KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Hann var í nokkuð stóru hlutverki hjá Gregg Ryder síðasta sumar en var inn og út úr liðinu undir stjórn Rúnars Kristinssonar þar á undan.
Luke, sem skoraði eitt af mörkum KR gegn ÍA í gær, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
Luke, sem skoraði eitt af mörkum KR gegn ÍA í gær, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 ÍA
„Ég er mjög ánægður með Óskar, allt sem ég þarf er traust og það er það sem Óskar gefur mér. Hann gefur mér traust og leyfir mér að gera það sem ég þarf að gera til að hjálpa liðinu," sagði Luke.
Hann er á sínu sjötta tímabili á Íslandi, kom fyrst til Tindastóls árið 2020, fór svo í Vestra og var í Gróttu árið 2022.
KR keypti hann svo árið 2023 og er enski kantmaðurinn á sínu þriðja tímabili í Vesturbænum.
Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í fyrstu fjórum deildarleikjunum og skoraði einnig í bikarsigrinum gegn KÁ.
Næsti leikur KR verður gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli eftir viku.
Athugasemdir