Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 27. apríl 2025 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Luke Rae átti góðan leik í kvöld og skoraði annað mark KR-inga í 5-0 sigri gegn ÍA á Avis-vellinum. Hann var skiljanlega sáttur með úrslitin.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Ég er mjög ánægður. Þessi sigur var á leiðinni eftir þessi þrjú jafntefli þar sem mér fannst við eiga vinna leikina. Þannig það er gott að hafa fengið loksins sigurinn." Sagði Luke.

Að gera jafntefli þrjá leiki í röð gæti skapað einhvern pirring innan liðsins en Luke segir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim.

„Við vorum ekkert pirraðir, en vorum auðvitað vonsvekktir eftir leikina og að fá aðeins þrjú stig úr þrem leikjum. Við stóðum bara allir saman og það er búið að vera mjög góður andi í hópnum alla vikuna. Þannig þetta var alltaf á leiðinni."

Luke átti góðan leik þar sem hann skoraði gott mark og var hann skiljanlega ánægður með sína frammistöðu.

„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því."

Luke er mjög snöggur leikmaður og nýtti það vel í kvöld. Það mátti sjá hann á einum enda vallarins og svipstundu seinna var hann kominn á hinn.

„Það halda allir að ég sé eitthvað vélmenni og að ég geti gert þetta endalaust allar 90 mínúturnar. Sem betur fer er ég í góðu formi, auðvitað er þetta þreytandi en eitthvað sem þarf að gera fyrir liðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner