Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 27. apríl 2025 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Luke Rae átti góðan leik í kvöld og skoraði annað mark KR-inga í 5-0 sigri gegn ÍA á Avis-vellinum. Hann var skiljanlega sáttur með úrslitin.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Ég er mjög ánægður. Þessi sigur var á leiðinni eftir þessi þrjú jafntefli þar sem mér fannst við eiga vinna leikina. Þannig það er gott að hafa fengið loksins sigurinn." Sagði Luke.

Að gera jafntefli þrjá leiki í röð gæti skapað einhvern pirring innan liðsins en Luke segir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim.

„Við vorum ekkert pirraðir, en vorum auðvitað vonsvekktir eftir leikina og að fá aðeins þrjú stig úr þrem leikjum. Við stóðum bara allir saman og það er búið að vera mjög góður andi í hópnum alla vikuna. Þannig þetta var alltaf á leiðinni."

Luke átti góðan leik þar sem hann skoraði gott mark og var hann skiljanlega ánægður með sína frammistöðu.

„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því."

Luke er mjög snöggur leikmaður og nýtti það vel í kvöld. Það mátti sjá hann á einum enda vallarins og svipstundu seinna var hann kominn á hinn.

„Það halda allir að ég sé eitthvað vélmenni og að ég geti gert þetta endalaust allar 90 mínúturnar. Sem betur fer er ég í góðu formi, auðvitað er þetta þreytandi en eitthvað sem þarf að gera fyrir liðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner