Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   sun 27. apríl 2025 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Luke Rae átti góðan leik í kvöld og skoraði annað mark KR-inga í 5-0 sigri gegn ÍA á Avis-vellinum. Hann var skiljanlega sáttur með úrslitin.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Ég er mjög ánægður. Þessi sigur var á leiðinni eftir þessi þrjú jafntefli þar sem mér fannst við eiga vinna leikina. Þannig það er gott að hafa fengið loksins sigurinn." Sagði Luke.

Að gera jafntefli þrjá leiki í röð gæti skapað einhvern pirring innan liðsins en Luke segir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim.

„Við vorum ekkert pirraðir, en vorum auðvitað vonsvekktir eftir leikina og að fá aðeins þrjú stig úr þrem leikjum. Við stóðum bara allir saman og það er búið að vera mjög góður andi í hópnum alla vikuna. Þannig þetta var alltaf á leiðinni."

Luke átti góðan leik þar sem hann skoraði gott mark og var hann skiljanlega ánægður með sína frammistöðu.

„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því."

Luke er mjög snöggur leikmaður og nýtti það vel í kvöld. Það mátti sjá hann á einum enda vallarins og svipstundu seinna var hann kominn á hinn.

„Það halda allir að ég sé eitthvað vélmenni og að ég geti gert þetta endalaust allar 90 mínúturnar. Sem betur fer er ég í góðu formi, auðvitað er þetta þreytandi en eitthvað sem þarf að gera fyrir liðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner