Luke Rae átti góðan leik í kvöld og skoraði annað mark KR-inga í 5-0 sigri gegn ÍA á Avis-vellinum. Hann var skiljanlega sáttur með úrslitin.
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 ÍA
„Ég er mjög ánægður. Þessi sigur var á leiðinni eftir þessi þrjú jafntefli þar sem mér fannst við eiga vinna leikina. Þannig það er gott að hafa fengið loksins sigurinn." Sagði Luke.
Að gera jafntefli þrjá leiki í röð gæti skapað einhvern pirring innan liðsins en Luke segir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim.
„Við vorum ekkert pirraðir, en vorum auðvitað vonsvekktir eftir leikina og að fá aðeins þrjú stig úr þrem leikjum. Við stóðum bara allir saman og það er búið að vera mjög góður andi í hópnum alla vikuna. Þannig þetta var alltaf á leiðinni."
Luke átti góðan leik þar sem hann skoraði gott mark og var hann skiljanlega ánægður með sína frammistöðu.
„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því."
Luke er mjög snöggur leikmaður og nýtti það vel í kvöld. Það mátti sjá hann á einum enda vallarins og svipstundu seinna var hann kominn á hinn.
„Það halda allir að ég sé eitthvað vélmenni og að ég geti gert þetta endalaust allar 90 mínúturnar. Sem betur fer er ég í góðu formi, auðvitað er þetta þreytandi en eitthvað sem þarf að gera fyrir liðið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.