Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 27. apríl 2025 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Luke Rae átti góðan leik í kvöld og skoraði annað mark KR-inga í 5-0 sigri gegn ÍA á Avis-vellinum. Hann var skiljanlega sáttur með úrslitin.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Ég er mjög ánægður. Þessi sigur var á leiðinni eftir þessi þrjú jafntefli þar sem mér fannst við eiga vinna leikina. Þannig það er gott að hafa fengið loksins sigurinn." Sagði Luke.

Að gera jafntefli þrjá leiki í röð gæti skapað einhvern pirring innan liðsins en Luke segir að það hafi ekki verið raunin hjá þeim.

„Við vorum ekkert pirraðir, en vorum auðvitað vonsvekktir eftir leikina og að fá aðeins þrjú stig úr þrem leikjum. Við stóðum bara allir saman og það er búið að vera mjög góður andi í hópnum alla vikuna. Þannig þetta var alltaf á leiðinni."

Luke átti góðan leik þar sem hann skoraði gott mark og var hann skiljanlega ánægður með sína frammistöðu.

„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því."

Luke er mjög snöggur leikmaður og nýtti það vel í kvöld. Það mátti sjá hann á einum enda vallarins og svipstundu seinna var hann kominn á hinn.

„Það halda allir að ég sé eitthvað vélmenni og að ég geti gert þetta endalaust allar 90 mínúturnar. Sem betur fer er ég í góðu formi, auðvitað er þetta þreytandi en eitthvað sem þarf að gera fyrir liðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner