Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Blár reykur sást óvænt í fögnuði Liverpool-manna - „Eyddi fjórum vikum í þetta“
Hér má sjá bláu blysin en þau sáust víða um Liverpool-borg
Hér má sjá bláu blysin en þau sáust víða um Liverpool-borg
Mynd: X
Stuðningsmenn Liverpool voru furðu lostnir þegar þeir sáu bláan reyk stíga upp úr mannhafinu í Liverpool-borg í gær en einn stuðningsmaður Everton á að hafa eytt fjórum vikum í þetta prakkarastrik.

Síðustu vikur hafa rauð blys verið keypt í tonnatali til þess að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool.

Í gær kom síðan að stundinni. Stuðningsmenn mættu fyrir utan Anfield til að taka á móti liðinu með blysunum sem voru flest með rauðum reyk, en það voru þó nokkrir steinhissa þegar blár reykur kom upp úr nokkrum blysum.

„Félagi minn var að senda mér skilaboð. Hann keypti 10 þúsund blá blys og eyddi síðustu fjórum vikum í að taka bláu merkingarnar af og setti rauð í staðinn. Ég vona að hann selji nóg af þessu,“ sagði einn notandinn á X.

Mörgum myndböndum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum af stuðningsmönnum Liverpool kveikja í bláu blysunum.






Athugasemdir
banner