Sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefur ekki áhuga á því að spila í sömu deild og Leicester á næsta tímabili, Championship-deildinni.
Frá þessu greinir Sky Sports en hann hefur meðal annars verið orðaður við Wrexham, sem var að komast upp í Championship, og Sheffield Wednesday, félagið sem hann styður.
Frá þessu greinir Sky Sports en hann hefur meðal annars verið orðaður við Wrexham, sem var að komast upp í Championship, og Sheffield Wednesday, félagið sem hann styður.
Vardy telur enn að hann geti spilað í ensku úrvalsdeildinni eða einni af sterkustu deildum Evrópu.
Það var tilkynnt á dögunum að Vardy, sem er 38 ára gamall, muni yfirgefa Leicester eftir tímabilið. Hann er besti leikmaður í sögu Leicester.
Vardy mun byrja að skoða möguleika sína alvarlega þegar enska úrvalsdeildin klárast.
Athugasemdir