Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   þri 28. júní 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lenglet nálgast Tottenham
Clement Lenglet er nálægt því að yfirgefa Barcelona og ganga í raðir Tottenham Hotspur, samkvæmt frétt Mundo Deportivo.

Roma er einnig inni í myndinni en það virðist líklegast að þessi 27 ára franski miðvörður fari á lán til Spurs.

Lenglet hefur dregið að gefa Tottenham svar en enska félagið vill tryggja sér örvfættan miðvörð sem fyrst.

Lenglegt kom til Barcelona frá Sevilla 2018 og byrjaði vel á Nývangi en hefur færst aftar í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner