Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júlí 2021 15:08
Elvar Geir Magnússon
Spænskur varnarmaður í Fjarðabyggð (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð hefur fengið til sín spænska varnarmanninn Papa Diounkou en hann er 21 árs og lék síðast með Peralada í fimmtu efstu deild Spánar.

Fjarðabyggð er í neðsta sæti 2. deildar og ljóst að það verður vandasamt verk fyrir liðið að halda sæti sínu því átta stig eru upp úr fallsæti.

Fjarðabyggð hefur einnig fengið miðju- og sóknarmanninn Isaac Owusu Afriyie á láni frá Víkingi Reykjavík en hann var á láni hjá Ægi Þorlákshöfn fyrri hluta tímabils en fékk lítið að spila.

Ólafur Bernharð Hallgrímsson leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði fer á lánssamningi út tímabilið til Fjarðabyggðar. Ólafur er aðeins sautján ára gamall en hefur leikið fjórtán deildarleiki með Fáskrúðsfirðingum.

Þá hefur Andri Þór Magnússon gengið aftur til liðs við Fjarðabyggð. Andri hefur lítið spilað undanfarin ár en hann lék fjóra leiki með ÍH frá Hafnarfirði í fyrra, samkvæmt Austurfrétt er ekki ljóst hversu mikinn þátt hann mun taka það sem eftir er af tímabilinu.

Sjá einnig:
Heimir Þorsteins: Kemur ekki nálægt okkar liði framar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner