Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. júlí 2021 15:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Teitur Magnússon í Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Teitur á U21 æfingu í júní.
Teitur á U21 æfingu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur er búið að krækja í Teit Magnússon á láni út tímabilið. Teitur kemur frá FH en hann hefur ekkert komið við sögu í sumar.

Hann er uppalinn hjá FH en var á láni hjá Þrótti seinni hluta sumarsins 2018. Teitur fór til OB í Danmörku sumarið 2019 en sneri heim snemma á þessu ári.

Hann á að baki 20 unglingalandsleiki og var í júní í æfingahópi U21 árs landsliðsins.

Úr viðtali sem birt var í fyrra:

Hvernig kom það til að Teitur fór á lán til Þróttar sumarið 2018?

„Fyrri hluti sumarsins var ekkert spes, var mikið meiddur og staðnaði svolítið í spori. Vantaði bara nýja áskorun og nýtt umhverfi og langaði í meistaraflokks mínútur svo ég ákvað að fara á lán. Þróttur hafði áhuga og ég spjallaði við Gunnlaug Jóns, þáverandi þjálfara þeirra, sem var með spennandi pælingar. Andaði að mér fersku lofti þegar ég fór til Þróttar, skemmtilegur og gæða hópur," sagði Teitur.

Teitur er kominn með leikheimild fyrir leik Þróttar og Selfoss sem settur er á annað kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner