Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 16. janúar
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 02.jún 2020 19:46 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Teitur: Systur mínar vissar um að Miley var að reyna við mig

Teitur Magnússon er FH-ingur sem gekk í raðir OB í Danmörku um mitt síðasta sumar. Teitur er einnig hluti af sterku U19 ára landsliði Íslands sem gerði góða hluti í Belgíu í nóvember síðastliðnum.

Teitur verður nítján ára í mars en hann kom við sögu í sínum fyrsta og eina leik með FH sumarið 2017. Seinni hluta sumars 2018 var hann svo lánaður í Inkasso-deildina og lék sex leiki með Þrótti. Fótbolti.net hafði samband við hann og spurði hann út í FH, Þrótt, tímann í Danmörku og fleira.

Andaði að mér fersku lofti þegar ég fór til Þróttar, skemmtilegur og gæða hópur.
Andaði að mér fersku lofti þegar ég fór til Þróttar, skemmtilegur og gæða hópur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var í raun eins viss og ég gat verið  um að þetta væri rétta skrefið.
Ég var í raun eins viss og ég gat verið um að þetta væri rétta skrefið.
Mynd/Aðsend
Það þýddi ekki að vera með aumingjaskap því menn hikuðu ekki við að láta mann heyra það og láta mann vita þegar betur mátti gera.
Það þýddi ekki að vera með aumingjaskap því menn hikuðu ekki við að láta mann heyra það og láta mann vita þegar betur mátti gera.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
fékk gult spjald eftir svona fjórar mínútur fyrir að sparka í andlitið á einhverjum þarna í KR-liðinu en það var bara hlegið að því daginn eftir á æfingu.
fékk gult spjald eftir svona fjórar mínútur fyrir að sparka í andlitið á einhverjum þarna í KR-liðinu en það var bara hlegið að því daginn eftir á æfingu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jájá, hann nuddaði mér upp úr þessu eftir leikinn og ég blótaði honum eitthvað en allt gert í bróðerni og góðum anda.
Jájá, hann nuddaði mér upp úr þessu eftir leikinn og ég blótaði honum eitthvað en allt gert í bróðerni og góðum anda.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir kallar í mig eftir morgunæfingu hjá honum þegar ég er kjúklingur í 3. flokki. Þetta var stórt skref upp í meistaraflokkinn og tók mig tíma að venjast þessu.
Heimir kallar í mig eftir morgunæfingu hjá honum þegar ég er kjúklingur í 3. flokki. Þetta var stórt skref upp í meistaraflokkinn og tók mig tíma að venjast þessu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kjölfarið fór ég svo í einhverjar viðræður við Parma um að fara til þeirra en það gekk ekki upp.
Í kjölfarið fór ég svo í einhverjar viðræður við Parma um að fara til þeirra en það gekk ekki upp.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyftudyrnar opnast og þar stendur Miley Cyrus með mömmu sinni. Ég treð mér bara inn og var með gítar á bakinu sem mamma hefði keypt sér í ferðinni.
Lyftudyrnar opnast og þar stendur Miley Cyrus með mömmu sinni. Ég treð mér bara inn og var með gítar á bakinu sem mamma hefði keypt sér í ferðinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var í raun eins viss og ég gat verið um að þetta væri rétta skrefið."
Vakti athygli með U17 ára landsliðinu
Teitur fór á sínum tíma á reynslu til þýska félagsins Stuttgart, ítalska félagsins Parma og enska félagsins Wolves. Hvernig vissu þau félög af Teiti og hvernig gekk hjá félögunum?

„Ég fer til Stuttgart og Parma eftir undankeppni EM hjá U17 landsliðinu. Það var tveggja vikna ferðalag þar sem ég er hjá Stuttgart fyrri vikuna og fer svo til Ítalíu seinni vikuna. Ég fer svo til Wolves eftir milliriðilinn hjá U17. Í kjölfarið fór ég svo í einhverjar viðræður við Parma um að fara til þeirra en það gekk ekki upp," sagði Teitur.

Þýddi ekki að vera með aumingjaskap
Hvernig var að koma inn í meistaraflokkshóp FH sumarið 2017? Kom Teiti á óvart að fá mínútur gegn KR?

„Það var geggjað að fá að æfa með þessum hóp, stútfullur af reynslu, miklum gæðum og titlum. Minnir að ég hafi byrjað að æfa með hópnum í kringum mánaðarmótin febrúar-mars. Heimir kallar í mig eftir morgunæfingu hjá honum þegar ég er kjúklingur í 3. flokki. Þetta var stórt skref upp í meistaraflokkinn og tók mig tíma að venjast þessu. Það þýddi ekki að vera með aumingjaskap því menn hikuðu ekki við að láta mann heyra það og láta mann vita þegar betur mátti gera."

„Þetta var ekki breiðasti hópurinn það árið og mikið af meiðslum ef mig minnir rétt, þannig að ég var búinn að vera nokkrum sinnum á bekknum það sumarið með ekki miklar væntingar um að koma inn á en vonaði alltaf og dauðlangaði.

„Því er svarið já, það kom aftan að mér þegar ég fékk kallið að ég væri að koma inn á enda staðan 1-0 fyrir KR og nokkrar mínútur eftir. En drullugaman, fékk gult spjald eftir svona fjórar mínútur fyrir að sparka í andlitið á einhverjum þarna í KR-liðinu en það var bara hlegið að því daginn eftir á æfingu."


Vantaði áskorun og fór á lán
Hvernig kom það til að Teitur fór á lán til Þróttar sumarið 2018?

„Fyrri hluti sumarsins var ekkert spes, var mikið meiddur og staðnaði svolítið í spori. Vantaði bara nýja áskorun og nýtt umhverfi og langaði í meistaraflokks mínútur svo ég ákvað að fara á lán. Þróttur hafði áhuga og ég spjallaði við Gunnlaug Jóns, þáverandi þjálfara þeirra, sem var með spennandi pælingar. Andaði að mér fersku lofti þegar ég fór til Þróttar, skemmtilegur og gæða hópur."

Handviss um að þetta var rétta skrefið
Teitur gekk í raðir OB um mitt sumarið í fyrra. Var hann lengi að melta það hvort hann ætti að fara út?

„Ég fer fyrst til OB í janúar 2019 á reynslu og fæ smá bragð af því hvernig félagið er, hópurinn, þjálfararnir og allt í kringum hann. Ég varð mjög hrifinn af öllu þarna, hópurinn sterkur og þjáfararnir með þeim betri sem ég hef verið með og vel hugsað um mann. Ég var í raun eins viss og ég gat verið um að þetta væri rétta skrefið."

Tók smá tíma að venjast
Það styttist í að Teitur hafi verið á mála hjá OB í eitt ár. Hvernig hefur þetta ár verið?

„Þetta hefur verið lærdómsríkt og erfitt ár en mjög skemmtilegt. Tók mig smá tíma að venjast því að eiga heima einn en liðsfélagar og félagið hafa hjálpað með það. Það tekur alltaf smá tíma að venjast öllu en tók mig styttri tíma en ég bjóst við enda kannski dönsk menning ekki svo frábrugðin íslenskri að mörgu leyti."

„Ég er að æfa með bæði U19 og eitthvað með aðalliðinu. Ég spila svo leiki með U19 og eitthvað með varaliðinu. Við erum efstir í deildinni í U19 eins og er."


Hvernig er staðan varðandi æfingar í Danmörku? Er Teitur kominn út og er stefnt á að klára unglingadeildirnar?

„Já, ég er kominn út núna og byrjaður að æfa. Það er verið að reyna að finna einhverja leið til að klára tímabilið hjá U-19 liðinu. Líklegast munu sjö efstu liðin spila um sigursæti og það lið sem vinnur færi þá í Evrópukeppnina"

Kristall nuddaði Teiti upp úr jöfnunarmarkinu
Teitur segir í Hinni hliðinni að mestu vonbrigðin á ferlinum til þessa hefðu komið í síðasta leiknum fyrir heimsfaraldurinn. „Síðasti leikur var súr, 1-0 yfir nánast allan leikinn á móti FCK og Kristall (Máni Ingason) ákveður að setja jöfnunarmark í andlitið á okkur á 94. mín." Teitur var spurður hvort einhver samskipti hefðu verið þeirra á milli eftir leikinn.

„Jájá, hann nuddaði mér upp úr þessu eftir leikinn og ég blótaði honum eitthvað en allt gert í bróðerni og góðum anda."

Æfði handbolta með Füchse Berlin
Teitur velur þýskt þema þegar hann er spurður út þrjá leikmenn sem hann myndi kjósa að hafa með sér á eyðieyju. Hann nefnir einnig að hann kunni þýskuna ágætlega. Hver er hans tenging við Þýskaland?

„Ég átti sem sagt heima í Berlin, höfuðborg Þýskalands, 2014-15 í u.þ.b eitt ár. Mamma fór að læra eitthvað og dró fjölskylduna með og var það ekki í fyrsta sinn. Ég var líka dreginn með í eitthvað svona 2007-08 þar sem við áttum heima í Sevilla á Spáni í eitt ár líka. Æfði eitthvað handbolta með Füchse Berlin og fótbolta með Empor. Hafði bara gott og gaman af því."

Telja að Miley hafi verið að reyna við Teit
Við endum þetta á mjög léttum nótum. Teitur nefnir það sem 'Sturlaða staðreynd um sjálfan sig' í 'hinni hliðinni' að hann hafi hitt Miley Cyrus í lyftu í Óðinsvéum: „Ég og Miley Cyrus áttum ógleymanlega lyftuferð um daginn í Odense. Það verður seint toppað á minni ævi."

Voru einhver samskipti þeirra á milli?

„Við vorum á sama hóteli í Odense. Ég var að hjálpa mömmu að fara niður með farangurinn, og stóð að bíða eftir lyftunni. Lyftudyrnar opnast og þar stendur Miley Cyrus með mömmu sinni. Ég treð mér bara inn og var með gítar á bakinu sem mamma hefði keypt sér í ferðinni. Miley var ekki lengi að spotta gítarinn og hún spurði mig hvort ég spilaði á hann. Ég hló aðeins og sagði nei, sagðist vera að bera hann niður fyrir mömmu mína. Mamma hennar var auðvitað mjög ánægð með það, en áður en eg vissi af vorum við mætt niður i lobby-ið."

„Þetta var á sama tíma og hún var að skilja við Liam og var að spila á tónleikahátíð í Danmörku. Systur mínar eru nokkuð vissar um að hún hafi verið að reyna við mig en ég ætla að leyfa mér að draga það í efa. Hún er samt bæði sætari og minni en ég bjóst við!"
sagði Teitur að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Teitur Magnússon (OB)
Athugasemdir
banner
banner